Fljótsdalshérað

Viltu eignast ógleymanlega stund?
Að sitja á kyrrlátu kvöldi á bökkum Lagarfljóts og horfa út á spegilsléttann vatnsflötinn er ógleymanleg upplifun sem ekki verður með orðum lýst.

Veðursæld.
Fljótsdalhérað er orðlagt fyrir veðursæld þar ríkir meginlandsloftslag ólíkt því sem er með ströndum landsins héraðið er gróðursælt og skógrækt mikil.

Örfá atriði um hið fagra Fljótsdalshérað.
Fljótsdalshérað er landsvæði sem liggur í suðvestur allt frá söndum Héraðsflóa inn til Vatnajökuls, héraðið er víðfeðmasta sveitarfélag landsins og eru íbúar þess nú hátt í 4000 manns, fyrstu húsin sem voru upphaf þéttbýlisins á Egilsstöðum voru byggð 1947,  Egilsstaðir er því með yngstu þéttbýlum á Íslandi.
 
Í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði, í daglegu tali nefnt Hérað er stundaður gróskumikill landbúnaður, þar eru tveir þéttbýliskjarnar, Egilsstaðir og Fellabær, milli þessara kjarna rennur Lagarfljótið, vegalengdin milli staðanna er  2 km, eða um það bil 15 til 20 mín. gangur, í boði eru fríar sætaferðir allan daginn alla daga.

Egilsstaðir er miðstöð samgangna, verslunar og þjónustu á Austurlandi, Egilsstaðaflugvöllur er alþjóðlegur flugvöllur, Flugfélag Íslands hf ( Air Iceland )flýgur oft á dag milli Egilsstaða og Reykjavíkur, á Egilsstöðum er einnig miðstöð fólks og vöruflutninga við aðra landshluta.

Sigling til Evrópu.
Frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar eru  aðeins 25 km þaðan siglir ferjuskipið Norræna til Danmerkur eina ferð í viku hverri. Mikill ferðamannastraumur er til Austurlands allt sumarið, á Egilsstöðum er því alla jafna iðandi fjölþjóðlega mannlífsblanda sem nær hápunkti þá daga sem ferjan kemur til Seyðisfjarðar, þá er líf í tuskunum í þjónustugeiranum.

Skólar og menntun.
Á Egilsstöðum er menntaskóli og möguleiki til háskólanáms um Fræðslunet Austulands auk fleiri skóla, þar er einnig góð útisundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibrautum fyrir börnin, flott íþróttaaðstaða inni og utandyra eru vellir með hlaupabrautum og gervigrasi.