Athygliverðir staðir

Athygliverðir staðir

Kjarvalshvammur er staður 20 km frá Egilsstöðum rétt við veginn til Borgarfjarðar eystri, á þessum stað dvaldi oft  lismálarinn Jóhannes Kjarval, hann byggði þarna lítinn kofa og bátaskýli, í skýlinu er enn árabáturinn hans, Máfurinn það fræga skip sem henn reri á niður Selfljótið til sjávar og þaðan allt til Borgarfjarar. Á þessum stað málaði Kjarval mörg af sínum frægustu verkum.

Gálgakletturinn

Gálgaklettur er ekki sérlega uppörvandi nafngift, en staðurinn á sína sögu, þessi klettur er inni í Egilsstaðabæ rétt austan við Kirkjuna, þarna voru líflátinir, hengdir tveir menn sem báðir hétu Valtýr, margir þekkja söguna af  Valtý á grænni treyju.
Sá fyrri sem hengdur var, Valtýr bóndi á Eyjólfsstöðum var ákærður fyrir þjófnað og morð, hann neitaði staðfastlega allri sök en réttvísin dæmdi hann og tók af lífi, 14 árum síðar fanst svo hinn rétti Valtýr og þá var hann látinn fjúka á sama stað, beinagrindurnar voru látnar liggja þarna neðanundir klettinum, síðar var hluta beinanna komið fyrir í kassa sem hafður var þarna undir klettinum, þetta er því á vissan hátt ekki geðslegur staður þó þar sjáist engin merki nú annað en einn áletraður kopaskjöldur .

Vallanes.
Vallanes er fornfrægt kirkjusetur, í  Vallanesi býr líka Eymundur Magnússon þekktur  fyrir sína lífrænu ræktun, hann framleiðir þarna hágæða matvöru, korn, kartöflur, kál og annað góðgæti undir vörumerkinu Móðir Jörð.

Býlið Klaustursel á Jökuldal.
Til að komast í Klaustursel þar að aka yfir Jökulsána sem rennur rétt framhjá bænum í þröngu gili, brúin yfir ána var á sínum  tíma framleidd í Ameríku sem járbrautarbrú, þessi brú er dálítið sérstök að gerð og er nú elsta brúa á Íslandi í samfeldri notkun.
Í Klaustursel er gaman að koma ekki síst fyrir yngir kynslóðina, þar er hægt að sjá hreindýr, refi gæsir svani og e.t.v. fleiri málleysingja, í Klausturseli er líka hægt að kaupa allskonar varning gerðann úr hreindýraskinni og ull, íslenskt handverk í gæðaflokki.


Dyrfjöll og Stórurð.

Stórurðin er vestan undir Dyrfjöllunum, þetta vel falda og mjög svo sérstæða svæði laðar til sín fjölda ferðamanna á hverju ári þegar komið er á staðinn gefur að líta stórbrotna fegurð sem engu er lík, risastórir klettahnullungar, sérstæð mýramyndun og töfrandi grænar tjarnir. Til  að komast í Stórurðina er ekið út á Vatnsskarð, þaðan  liggur gögnuslóði og er um tveggja og hálfs tíma gangur frá þjóðveginum í urðina.  

Hallormsstaður.
Skóræktarstarf hófst á Hallormsstað um 1903 og skógurinn sem er stærstur skóga landsins var friðaður 1905.
Í Hallormsstaðsskógi er nú að finna yfir 50 tegundir erlendra trjáa frá um 180 ólíkum stöðum jarðar. Elsta lerkið í skóginum var gróðursett 1938 lundurinn nefnist Guttormslundur, í lundinum má sjá gríðarstór lerkitré á Íslenskan mælikvarða.
Á Hallormsstað er margt merkilegt að sjá t.d. trjásafnið,  um það liggja göngustígar og þar eru haldnar listsýningar og aðrar uppákomur þegar tilefni gefst, nefna má skógardaginn mikla á þeim degi er m.a. haldið Íslandsmeistaramót í skógarhöggi

Atlavík í Hallormsstaðaskógi.
Atlavíkina þar vart að kynna, fjölmennur samkomustaður til margra ára, nú hin seinni árin er Atlavík áningarstaður þúsunda ferðamanna innlendra jafnt sem erlendra, í víkinni er vinsælt tjaldsvæði, víkin er ákaflega falleg og skjólgóð umgirt skóginum en opnasst svo út á Löginn.

Útsýnisskífa á Egilssstöðum.
Til að átta sig á legur fljótsdalshéraðs og helstu kennileitum er ekki galið að leggja leið sína upp að skífunni þú ekur eða gengur upp götu sem heitir því sérstæða nafni Fénaðarklöpp, þar ofarlega suður frá götunni liggur stuttur gönguslóði upp klettabelti og að skífunni.  

Laugavellir.
Laugavellir eru í Laugárvalladal, dalurinn liggur á hálendinu, skamt vestan við Jökulsá á Brú og litið eitt neðar en Kárahnjúkastífla, skammt frá tóftum bæjarhúsanna á Laugavöllum rennur vel volg lækjarspræna sem steypist fram af kletti og sameinsat síðan Laugaránni sem rennur út  dalinn, þarna udnir klettinum  er þessi fína sturta frá náttúrunnar hendi, ekki amarlegt  að skella sér undir bununa og skola af sér ferðarykið, nánari tengingu við móðir jörð er vart hægt að hugsa sér.